Frábær brauðréttur
Frábær brauðréttur

Frábær brauðréttur

meðalstórt eldfast mót

ca. 12-14 brauðsneiðar skornar í teninga (mesta skorpan skorin frá)

 

  • 2 dl majónes
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 200 g skinka, skorin í sneiðar
  • aspas í dós (ca. 400 gramma dós)
  • 2 hvítlauksrif, söxuð smátt eða sett í hvítlaukspressu
  • ca 150 g sveppir, skornir í sneiðar
  • 1 stór rauð paprika, skorin í bita
  • ca. 1 tsk karrí
  • 1/4 tsk cayanne pipar
  • salt & pipar

Ofan á brauðréttinn:

ca. 2-4 Nesbú eggjahvítur, 65-130 g (fer eftir stærð formsins)
3 msk majónes
hnífsoddur karrí
hnífsoddur cayanne pipar

Ofn hitaður í 200 gráður. Brauðteningunum er dreift í smurt eldfast mót. Gott er að bleyta aðeins upp í því með aspassafanum
Majónesi, sýrðum rjóma, skinku, aspas, sveppum og hvítlauki er hrært saman
Kryddað með cayanne pipar, karrí, salti og pipar. Gott er að byrja með minna en meira af karrí og cayanne pipar og smakka sig svo áfram. Blöndunni er svo dreift yfir brauðið
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Því næst er majónesi og örlítið af cayanne pipar og karrí hrært varlega saman við og blöndunni smurt yfir brauðréttinn
Hitað í ofni í ca. 25-30 mínútur.

 

Uppskrift fengin af Eldhussogur.com

Fleiri girnilegar uppskriftir í flokknum Brauð

  • Dásamlegt hvítlauksbrauð sem bráðnar í munni

    Dásamlegt hvítlauksbrauð sem bráðnar í munni

  • Bananabrauð - dýrari týpan

    Bananabrauð - dýrari týpan

  • Bestu kanilsnúðar í heimi

    Bestu kanilsnúðar í heimi

  • Bananabrauð með ristuðum pekahnetum og kókos

    Bananabrauð með ristuðum pekahnetum og kókos

    Bananabrauð
  • Skonsur

    Skonsur

    Bara gott
  • Kryddjurtabrauð með parmesan og ólífum

    Kryddjurtabrauð með parmesan og ólífum

    1 brauð
  • Döðlubrauð

    Döðlubrauð

    1 brauð