Egg

Eggið: Fullt hús matar

Svona er eggið

Egg uppbygging - hollt - svona er eggið - hvernig lýtur egg út - svona lýtur egg út - svona er eggið

Eggið er hannað þannig að það geti nært unga í þær þrjár vikur sem það tekur frá því að egginu er orpið þangað til unginn klekst úr egginu. Eggið inniheldur öll næringarefni sem unginn þarfnast fyrir utan C- vítamín.

Liturinn á skurninni segir ekki til um næringarefni þar sem hvít og brún egg innihalda sömu næringarefni.

Uppbyggingu eggsins má sjá á myndinni hér til hliðar.

Eggjaskurnin

Skurnin er um það bil 10% af þyngd eggsins og er að langstærstum hluta úr kalsíumkarbónati (CaCO3). Þykktin á skurninni ræðst í aðalatriðum á stærð eggsins, fóðri, tegund og aldri hænunnar.

Skurnin samanstendur af 8 til 17.000 litlum götum sem tryggja að súrefni berist inn í eggið. Skurnin er einnig með húð yst á skurninni til að halda frá bakteríum og ryki. 

Eggjahvítan

Hvítan er um það bil 60% af innihaldi eggsins og er um 88% af henni vatn og 12% prótein.

Hvítan hindrar að utanaðkomandi bakteríur komist í rauðuna.

Hvítan inniheldur lítið magn af B2 vítamíni (ríbóflavín) og orsakar það gula litinn á hvítunni. Í nýorpnum eggjum inniheldur hvítan mikið af smáum loftbólum sem gefa hvítunni áferð mjólkur. Því eldri sem eggið er því gegnsærri verður hvítan.

Eggjarauðan

Rauðan er um það bil 40% af innihaldi eggsins og af henni eru um 2/3 fita og 1/3 prótein. Rauðan helst á réttum stað með tveimur hvítustrengjum í sitthvorum endanum.

Litur rauðunnar er breytilegur eftir því hvaða fóður hænurnar fá. Til dæmis verður hún rauðleit ef hænan borðar maís en litur rauðunnar hefur ekkert með næringarinnihald að gera. 

Heimild: Structure and composition of eggs

Heimild: The anatomy of a chicken egg

Egg fyrir hjartað

Egg fyrir hjartað - hollt - gott fyrir hjartað - fullt af vítamínum

Egg hafa lengi sætt gagnrýni vegna hás kólesteróls í eggjarauðunni. Þessu slæma umtali hefur nú verið snúið við þar sem mikill fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að kólesteról í fæðu hefur mun minni áhrif á kólesterólmagn í líkamanum en áður var talið. Flestar faraldsfræðilegar rannsóknir – rannsóknir sem skoða stór úrtök í langan tíma – hafa sýnt fram á að neysla á eggjum eykur ekki hættu á hjartasjúkdómum. Hins vegar er það meðlætið með eggjunum sem innihalda mettaða fitu sem geta hækkað kólesterólmagn í blóði og þar með hættuna á hjartasjúkdómum.

Samantekt sem unnin var af vísindamönnum í Kína og Bandaríkjunum á rannsóknum sem skoðað hafa tengsl eggjaneyslu og hættu á hjarta og æðasjúkdómum sýndu að engin fylgni er á milli eggjaneyslu og tíðni hjartaáfalla. Einnig sýndi þessi samantekt fram á að engin fylgni er á milli eggjaneyslu og hættunnar á heilablóðfalli.

Eggjarauðan inniheldur næringarefnið lutein sem dregur úr hættu á hjartasjúkdómum.

Prófessorar í næringarfræði við Harvard háskólann telja að eitt egg á dag myndi stuðla að svo lítilli hækkun kólesteróls í líkamanum að það myndi líklegast ekki mælast. 

 

Egg fyrir heilsuna

Egg til að léttast - hollusta - hollt - egg - heil egg - rík af vítamínum - fjölvítamín

Egg eru kjörin ofurfæða fyrir þá sem huga að heilsunni. Egg innihalda lágt hlutfall af kaloríum en mikið magn af próteini og henta því mjög vel sem millibiti. Egg eru mjög mettandi og getur 1 stórt egg verið hentugt sem millimál sérstaklega þegar litið er til þess að 1 egg inniheldur um það bil 6 grömm af próteini og einungis 80 hitaeiningar. Samsetning eggja gerir það einnig að verkum að þau eru auðmeltanleg. 

Að borða egg í morgunmat er góð leið til að byrja daginn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem borða 1-2 egg í morgunmat innbyrða færri kaloríur yfir daginn. Ástæðurnar fyrir því að egg í morgunmat eru upplögð fyrir þá sem huga að heilsunni er að:

  • Egg eru tiltörulega saðsöm þannig að þú ert södd/saddur lengur.
  • Egg innihalda lítið magn af fitu og kaloríum (eitt stórt egg inniheldur um 5 grömm af fitu og 80  kaloríur).
  • Egg er frábær undirstaða því það inniheldur 6 gröm af próteini og er ríkt af vítamínum.

Heimild: Two eggs in the morning..
Heimild: Short term effect of eggs.. 

Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi

Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi - egg - holl - hollusta - vítamínrík - vítamín

Það er ekki að ástæðulausu að oft er talað um egg sem „fjölvítamín frá náttúrunnar hendi“. Egg eru mjög næringarrík og eru hlaðin mikilvægum vítamínum, steinefnum og próteinum. Eitt egg inniheldur hluta af nánast öllum helstu vítamínum og steinefnum sem líkaminn þarfnast á degi hverjum. Eitt egg inniheldur A, D, E og B vítamín sem og járn, kopar, sink, magnesíum, kalsíum, fólinsýru og kólín sem er mikilvægt næringarefni fyrir heilann, en rannsóknir benda til þess að kólínskortur sé fremur algengur hjá fullorðnu fólki. Kólínskortur getur valdið lifra- eða taugasjúkdómum.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um ávinning þess að borða egg:

Prótein, en egg eru mjög próteinrík og próteinið auðmeltanlegt og nær líkaminn því að vinna vel úr því.

Kólín, Egg innihalda þetta mikilvæga næringarefni sem er nauðsynlegt þegar heilinn er að þroskast og einnig fyrir heilastarfsemi fullorðinna.

Lútein og zeaxantín, en þessi tvö andoxunarefni finnast í eggjarauðunni. Lútein og zeaxantín vernda frumur líkamans gegn skemmdum af völdum sindurefna. Þessi efni geta komið í veg fyrir sjúkdóma í augum en virka einnig sem sólvörn fyrir augun.

D Vítamín. Egg eru einn af fáum náttúrulegum fæðutegundum sem innihalda D-vítamín. D vítamín er mjög mikilvægt fyrir bein og tennur og hjálpar einnig við upptöku á kalsíum sem er mikilvægt fyrir hjartað.

Hvítan í eggjum inniheldur hátt hlutfall af hágæða próteini með réttu hlutfalli af amínósýru.

Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi á mjög vel við um egg þar sem þau eru hin sannkallaða ofurfæða!

 

Heimild: 6 ástæður fyrir því.. 

Heimild: The truth about egg..

Heimild: Lúteín

 

 

 

Hvít eða brún - Stór eða smá

Nesbú - Nesbúegg - hvít eða brún - hvít egg - holl - hollusta -

Litur og stærð á eggi er háð og aldri og kyni hænunnar sem verpti því. Þannig geta hvítar hænur verpt brúnum eggjum og öfugt. Ekki er því gott að átta sig á þessu en nokkuð skondið er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa hvítum eggjum og hænur með rauða eyrnasnepla verpa brúnum eggjum.

Það eina sem er aðgreinandi á milli hvítra og brúnna eggja er liturinn, næringarinnihaldið er það sama. 

Stærð eggjanna ræðst af aldri hænunnar og kyni. Því eldri sem hænan er því stærra verður eggið. Eftir því sem eggin stækka þynnist skurnin og er skurnin á stórum eggjum því þynnri og brothættari en á þeim smærri. Nesbúegg er með 2 þyngdarflokka á neytendamarkaði en þeir eru medium  53-63 grömm og large 63-73 grömm 

Hvernig á að...

Sjá hvað eggið er gamalt

Nesbú - Nesbúegg - sjá hvað egg er gamalt - hversu gamalt er eggið - aldur eggja - hollt - hollusta - egg

Egg eru best nýorpin en hvernig vitum við hversu gömul eggin eru? Ein besta leiðin til að komast að aldri eggs án þess að brjóta það er að setja eggið í skál með köldu vatni.

Fylltu skál af vatni og settu eggið í skálina, eggið má ekki standa upp úr vatninu. Ef eggið liggur flatt á botninum þá er það glænýtt. Ekki er gott að sjóða glæný egg þar sem erfitt er að ná skurninni af. Egg sem liggja á botninum en annar endinn stendur upp eru upplögð fyrir suðu, þessi egg eru 2-3 vikna gömul. Egg sem fljóta eru orðin gömul og geta verið farin að úldna. Við mælum með að þeim sé hent. 

Ná skurn upp úr skálinni

Nesbúegg - Nesbú - ná skurn upp úr skálinni - Skurn - hollt - hollusta - Nesbú - egg

Flestir þekkja það hversu erfitt það getur verið að ná broti af eggjaskurninni upp úr skál af eggjum.  En lausnin við þessum vanda er auðveld.

Best er að nota annan helmingin af eggjaskurninni til að ná í litla brotið. Passa þarf að hann sé ekki sprunginn svo við bætum ekki fleiri brotum í skálina.

Þunn eggjaskurnin rennur vel í gegnum hvítuna og hægt er að nota hana til að ná upp litla brotinu.

 Önnur góð aðferð er að bleyta á sér fingurna til að ná brotunum upp, vatnið á fingrunum dregur brotið til sín. 

Skilja rauðuna frá hvítunni

Nesbúegg - Nesbú - skilja rauðu frá hvítu - skilja rauðuna frá hvítunni - egg - holl - hollusta

Mjög góð leið til að skilja eggjarauður frá eggjahvítum er að notast við plastflösku. Mikill tímasparnaður er við þessa aðferð.

Leiðbeiningar:

  1. Þrífið plastflöskuna sem nota á til verksins.
  2. Brjótið eggin í skál.
  3. Kreistið plastflöskuna saman og haldið henni þannig.
  4. Leggið stútinn á flöskunni við eggjarauðuna.
  5. Slakið rólega á takinu á flöskunni þar til rauðan er kominn inn í flöskuna. 
  6. Leggið flöskuna yfir ílátið sem ætlað er eggjarauðunum, hallið henni fram og kreistið.

Auðveld aðferð sem allir eiga að ráða við.   

Sjá hvort egg er hrátt eða soðið

Það er auðvelt að sjá hvort egg sé hrátt eða soðið.

Leggið eggið á borð eða sléttan flöt. Snúið egginu kröftuglega í hring á borðinu, hreyfingin við að snúa því ætti að vera svipuð og þið væruð að smella fingrum.

Leggið 1 putta á eggið til að stöðva snúninginn og fjarlægið hann um leið og eggið stoppar.

Ef eggið er soðið þá stoppar það og hreyfist ekki meira.

Ef eggið er hrátt þá heldur það áfram að hreyfast. Ástæðan fyrir því er að rauðan og hvítan í egginu eru ennþá á hreyfingu og hreyfa eggið.

Einnig er hægt að fylgjast með hvernig eggið snýst. Ef það snýst í hring og er stöðugt þá er það líklega soðið. Ef eggið er óstöðugt og vaggar mikið þá er líklegt að það sé hrátt. Þungamiðjan í hráa egginu breytist þar sem rauðan og hvítan eru á hreyfingu sem veldur því að það vaggar. 

Ná skurninni af egginu

Nesbúegg - Nesbú - ná skurn af egginu - eggjaskurn - egg - skurn - holl - hollusta

Eggjaskurnin á það til að sitja föst við eggið og erfitt getur verið að fjarlægja hana. Erfiðara er að ná eggjaskurn af nýjum eggjum. Best er að þau séu orðin 3-5 daga gömul.

Ein auðveld aðferð til að ná skurn af eggjum er að taka glas og fylla það af vatni. Setja eggið í glasið og hristið yfir vaskinum í 4-6 sekúndur. Við hristinginn brotnar skurnin og losnar frá egginu svo auðvelt er að fjarlægja hana. .

Einnig er mikilvægt þegar egg eru soðin að þau séu ekki tekin beint úr ísskápnum heldur fái að standa aðeins á borði áður en þau eru soðin. Það er auðveldara að fjarlægja skurn af eggjum sem eru við stofuhita við suðu.

Alls konar úr eggjum

Kertaegg

Nesbúegg - Nesbú - Kerti í eggi- egg - föndur - kerti- hollt - hollusta

Kerti í eggjaskurn

Það getur verið skemmtileg tilbreyting að vera með kerti í eggjaskurn. Það er auðvelt í framkvæmd og hægt að láta hugmyndaflugið ráða. Það sem þarf: Egg, matarlitur, pottur til að bræða vax, og pottur fyrir vatn, kertavax - hægt að kaupa nýtt í föndurbúðum eða bræða gömul kerti, kertalitur og kertaþræðir

Fyrst þarf að tæma eggin. Gott er að gera lítið gat á toppinn með nál og stækka svo gatið þannig að skurnin springi ekki. Brjótið skurnina ca um einn þriðjung niður. Þrífið skurnina vel (gott að þrífa með ediki) og látið þorna.  Litið næst skurnina með matarlitnum.  Bræðið vaxið, gott er að notast við tvo potta. Sjóðandi vatn í öðrum og kertavaxið í hinum. Þá þarf að skera kertaþræðina niður og festa í botninn á eggjaskurninni með mjúku kertavaxi. Hellið kertavaxinu í skeljarnar, gott er að nota trekt til að ekkert fari til spillis. 

Flott er að láta eggjakertin standa í eggjabakka frá Nesbúeggjum. 

Heimild: Eggshell Votives

 

Skilaboð í eggi

Nesbúegg - Nesbú - skilaboð í eggi - föndur - skilaboð - Egg - Holl - hollusta

Komdu einhverjum á óvart með heimagerðri gjöf

Ef þú vilt koma einhverjum á óvart með földum skilaboðum þá er upplagt að senda honum skilaboð í eggi. Fyrst er að tæma eggið, notið nál og gerið gat á sitthvorn endan á egginu. Innihaldið ætti að renna út um annað gatið, ef það virkar ekki þá er hægt að stækka gatið á botninum og blása laust í efra gatið. Passið bara að blása ekki of fast. Næst er að skola aðeins innan úr egginu og láta það svo standa þar til það er orðið þurrt. Þegar skurnin er orðin þurr þá er hægt að mála það í einhverjum skemmtilegum litum.

Á meðan litirnir þorna þá er hægt að skrifa skilaboðin. Klippið þunnan renning af pappír, hann má ekki vera breiðari en eggið. Skrifið skemmtileg skilaboð og rúllið honum upp. Mikilvægt er að halda vel við þegar honum er rúllað upp svo hann verði sem þynnstur. Næst er að setja skilaboðin í eggið í gegnum gatið á botninum. Skemmtilegt getur verið að vera með lítinn kassa til að setja skilaboðaeggið í. 

Heimilid: Message inside an egg

 

Ungi í eggi

Ungi í eggi - Nesbúegg - Föndur - Föndra

Ungi í eggi

Efni sem þarf:
Egg
Plastglas
Lím
Leir, gulur og rauður
Hörð strá eða litlar greinar
2 svartar perlur, eða annað sem hægt er að nota fyrir augu.

Byrjið á að gera gat á eggið og tæmið innihaldið úr skurninni. Þrífið skurnina vel og látið þorna. Takið næst plastglas og klippið botninn undan glasinu. Klippið greinarnar niður og límið þær á botninn á glasinu til að búa til hreiður undir eggið, leyfið að þorna. Leggið eggið á hliðina á hreiðrið og límið fast. Takið gula leirinn og hnoðið 2 kúlur, aðra stóra fyrir búkinn og eina litla fyrir hausinn. Næst er að taka rauða leirinn og búa til gogginn. Setjið gogginn á hausinn og augun þar fyrir ofan. Því næst er búkurinn settur ofan í eggið, passa að það liggi vel ofan í egginu. Setjið hausinn á og unginn í egginu er klár.  

Heimild: Chicken in the egg

 

Marmaraegg

Nesbúegg - Nesbú - Marmaraegg - Föndur - Egg - Holl - Hollusta

Heimagerð marmaregg 

Hér er einföld en skemmtileg leið til að skreyta borðið með fallegum eggjum.  Eggin eru harðsoðin og þau látin kólna þannig að auðvelt sé að halda á þeim.  Því næst er eggjunum rúllað varfærnislega á borði til að fá smá brot í skurnina en gæta verður þess þó vandlega að brjóta ekki skurnina af.  Markmiðið er að fá fínleg brot í skurnina á öllu yfirborði eggsins.  Því næst eru eggin soðin aftur í vatni með matarlit (einnig hægt að nota soyasósu fyrir brúnan lit).  Hægt er að halda sig við einn lit eða leika sér með nokkra liti. 

Heimild: lifehacker.com

Nútímaleg egg

Nesbúegg - Nesbú - Pennaskreytt egg - Föndur - fjölskylda - egg - holl - hollusta

Minimalísk útgáfa af skreyttum eggjum

Hér þarf ekkert nema hugmyndaraflið til að skreyta eggin fallega.  Það eina sem þarf er "permanent marker" penna og svo er bara að leggja af stað.  Það besta við þetta er að athöfnin er róandi og allir geta verið með. 
Útkoman er dásamlega falleg egg sem unun verður að njóta.  

Heimild  brit+co