Kertaegg

Kerti í eggjaskurn

Það getur verið skemmtileg tilbreyting að vera með kerti í eggjaskurn. Það er auðvelt í framkvæmd og hægt að láta hugmyndaflugið ráða. Það sem þarf: Egg, matarlitur, pottur til að bræða vax, og pottur fyrir vatn, kertavax - hægt að kaupa nýtt í föndurbúðum eða bræða gömul kerti, kertalitur og kertaþræðir

Fyrst þarf að tæma eggin. Gott er að gera lítið gat á toppinn með nál og stækka svo gatið þannig að skurnin springi ekki. Brjótið skurnina ca um einn þriðjung niður. Þrífið skurnina vel (gott að þrífa með ediki) og látið þorna.  Litið næst skurnina með matarlitnum.  Bræðið vaxið, gott er að notast við tvo potta. Sjóðandi vatn í öðrum og kertavaxið í hinum. Þá þarf að skera kertaþræðina niður og festa í botninn á eggjaskurninni með mjúku kertavaxi. Hellið kertavaxinu í skeljarnar, gott er að nota trekt til að ekkert fari til spillis. 

Flott er að láta eggjakertin standa í eggjabakka frá Nesbúeggjum. 

Heimild: Eggshell Votives

 

Nesbúegg - Nesbú - Kerti í eggi- egg - föndur - kerti- hollt - hollusta