Marmaraegg

Heimagerð marmaregg 

Hér er einföld en skemmtileg leið til að skreyta borðið með fallegum eggjum.  Eggin eru harðsoðin og þau látin kólna þannig að auðvelt sé að halda á þeim.  Því næst er eggjunum rúllað varfærnislega á borði til að fá smá brot í skurnina en gæta verður þess þó vandlega að brjóta ekki skurnina af.  Markmiðið er að fá fínleg brot í skurnina á öllu yfirborði eggsins.  Því næst eru eggin soðin aftur í vatni með matarlit (einnig hægt að nota soyasósu fyrir brúnan lit).  Hægt er að halda sig við einn lit eða leika sér með nokkra liti. 

Heimild: lifehacker.com

Nesbúegg - Nesbú - Marmaraegg - Föndur - Egg - Holl - Hollusta