Komdu einhverjum á óvart með heimagerðri gjöf
Ef þú vilt koma einhverjum á óvart með földum skilaboðum þá er upplagt að senda honum skilaboð í eggi. Fyrst er að tæma eggið, notið nál og gerið gat á sitthvorn endan á egginu. Innihaldið ætti að renna út um annað gatið, ef það virkar ekki þá er hægt að stækka gatið á botninum og blása laust í efra gatið. Passið bara að blása ekki of fast. Næst er að skola aðeins innan úr egginu og láta það svo standa þar til það er orðið þurrt. Þegar skurnin er orðin þurr þá er hægt að mála það í einhverjum skemmtilegum litum.
Á meðan litirnir þorna þá er hægt að skrifa skilaboðin. Klippið þunnan renning af pappír, hann má ekki vera breiðari en eggið. Skrifið skemmtileg skilaboð og rúllið honum upp. Mikilvægt er að halda vel við þegar honum er rúllað upp svo hann verði sem þynnstur. Næst er að setja skilaboðin í eggið í gegnum gatið á botninum. Skemmtilegt getur verið að vera með lítinn kassa til að setja skilaboðaeggið í.
Heimilid: Message inside an egg