Ungi í eggi
Efni sem þarf:
Egg
Plastglas
Lím
Leir, gulur og rauður
Hörð strá eða litlar greinar
2 svartar perlur, eða annað sem hægt er að nota fyrir augu.
Byrjið á að gera gat á eggið og tæmið innihaldið úr skurninni. Þrífið skurnina vel og látið þorna. Takið næst plastglas og klippið botninn undan glasinu. Klippið greinarnar niður og límið þær á botninn á glasinu til að búa til hreiður undir eggið, leyfið að þorna. Leggið eggið á hliðina á hreiðrið og límið fast. Takið gula leirinn og hnoðið 2 kúlur, aðra stóra fyrir búkinn og eina litla fyrir hausinn. Næst er að taka rauða leirinn og búa til gogginn. Setjið gogginn á hausinn og augun þar fyrir ofan. Því næst er búkurinn settur ofan í eggið, passa að það liggi vel ofan í egginu. Setjið hausinn á og unginn í egginu er klár.