Egg fyrir heilsuna

Egg eru kjörin ofurfæða fyrir þá sem huga að heilsunni. Egg innihalda lágt hlutfall af kaloríum en mikið magn af próteini og henta því mjög vel sem millibiti. Egg eru mjög mettandi og getur 1 stórt egg verið hentugt sem millimál sérstaklega þegar litið er til þess að 1 egg inniheldur um það bil 6 grömm af próteini og einungis 80 hitaeiningar. Samsetning eggja gerir það einnig að verkum að þau eru auðmeltanleg. 

Að borða egg í morgunmat er góð leið til að byrja daginn. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem borða 1-2 egg í morgunmat innbyrða færri kaloríur yfir daginn. Ástæðurnar fyrir því að egg í morgunmat eru upplögð fyrir þá sem huga að heilsunni er að:

  • Egg eru tiltörulega saðsöm þannig að þú ert södd/saddur lengur.
  • Egg innihalda lítið magn af fitu og kaloríum (eitt stórt egg inniheldur um 5 grömm af fitu og 80  kaloríur).
  • Egg er frábær undirstaða því það inniheldur 6 gröm af próteini og er ríkt af vítamínum.

Heimild: Two eggs in the morning..
Heimild: Short term effect of eggs.. 

Egg til að léttast - hollusta - hollt - egg - heil egg - rík af vítamínum - fjölvítamín