Egg fyrir hjartað

Egg hafa lengi sætt gagnrýni vegna hás kólesteróls í eggjarauðunni. Þessu slæma umtali hefur nú verið snúið við þar sem mikill fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að kólesteról í fæðu hefur mun minni áhrif á kólesterólmagn í líkamanum en áður var talið. Flestar faraldsfræðilegar rannsóknir – rannsóknir sem skoða stór úrtök í langan tíma – hafa sýnt fram á að neysla á eggjum eykur ekki hættu á hjartasjúkdómum. Hins vegar er það meðlætið með eggjunum sem innihalda mettaða fitu sem geta hækkað kólesterólmagn í blóði og þar með hættuna á hjartasjúkdómum.

Samantekt sem unnin var af vísindamönnum í Kína og Bandaríkjunum á rannsóknum sem skoðað hafa tengsl eggjaneyslu og hættu á hjarta og æðasjúkdómum sýndu að engin fylgni er á milli eggjaneyslu og tíðni hjartaáfalla. Einnig sýndi þessi samantekt fram á að engin fylgni er á milli eggjaneyslu og hættunnar á heilablóðfalli.

Eggjarauðan inniheldur næringarefnið lutein sem dregur úr hættu á hjartasjúkdómum.

Prófessorar í næringarfræði við Harvard háskólann telja að eitt egg á dag myndi stuðla að svo lítilli hækkun kólesteróls í líkamanum að það myndi líklegast ekki mælast. 

 

Egg fyrir hjartað - hollt - gott fyrir hjartað - fullt af vítamínum