Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi

Það er ekki að ástæðulausu að oft er talað um egg sem „fjölvítamín frá náttúrunnar hendi“. Egg eru mjög næringarrík og eru hlaðin mikilvægum vítamínum, steinefnum og próteinum. Eitt egg inniheldur hluta af nánast öllum helstu vítamínum og steinefnum sem líkaminn þarfnast á degi hverjum. Eitt egg inniheldur A, D, E og B vítamín sem og járn, kopar, sink, magnesíum, kalsíum, fólinsýru og kólín sem er mikilvægt næringarefni fyrir heilann, en rannsóknir benda til þess að kólínskortur sé fremur algengur hjá fullorðnu fólki. Kólínskortur getur valdið lifra- eða taugasjúkdómum.

Hér að neðan eru nokkur dæmi um ávinning þess að borða egg:

Prótein, en egg eru mjög próteinrík og próteinið auðmeltanlegt og nær líkaminn því að vinna vel úr því.

Kólín, Egg innihalda þetta mikilvæga næringarefni sem er nauðsynlegt þegar heilinn er að þroskast og einnig fyrir heilastarfsemi fullorðinna.

Lútein og zeaxantín, en þessi tvö andoxunarefni finnast í eggjarauðunni. Lútein og zeaxantín vernda frumur líkamans gegn skemmdum af völdum sindurefna. Þessi efni geta komið í veg fyrir sjúkdóma í augum en virka einnig sem sólvörn fyrir augun.

D Vítamín. Egg eru einn af fáum náttúrulegum fæðutegundum sem innihalda D-vítamín. D vítamín er mjög mikilvægt fyrir bein og tennur og hjálpar einnig við upptöku á kalsíum sem er mikilvægt fyrir hjartað.

Hvítan í eggjum inniheldur hátt hlutfall af hágæða próteini með réttu hlutfalli af amínósýru.

Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi á mjög vel við um egg þar sem þau eru hin sannkallaða ofurfæða!

 

Heimild: 6 ástæður fyrir því.. 

Heimild: The truth about egg..

Heimild: Lúteín

 

 

 

Fjölvítamín frá náttúrunnar hendi - egg - holl - hollusta - vítamínrík - vítamín