Hvít eða brún - stór eða smá

Litur og stærð á eggi er háð og aldri og kyni hænunnar sem verpti því. Þannig geta hvítar hænur verpt brúnum eggjum og öfugt. Ekki er því gott að átta sig á þessu en nokkuð skondið er að hænur með hvíta eyrnasnepla verpa hvítum eggjum og hænur með rauða eyrnasnepla verpa brúnum eggjum.

Það eina sem er aðgreinandi á milli hvítra og brúnna eggja er liturinn, næringarinnihaldið er það sama. 

Stærð eggjanna ræðst af aldri hænunnar og kyni. Því eldri sem hænan er því stærra verður eggið. Eftir því sem eggin stækka þynnist skurnin og er skurnin á stórum eggjum því þynnri og brothættari en á þeim smærri. Nesbúegg er með 2 þyngdarflokka á neytendamarkaði en þeir eru medium  53-63 grömm og large 63-73 grömm 

Nesbú - Nesbúegg - hvít eða brún - hvít egg - holl - hollusta -