Eggið er hannað þannig að það geti nært unga í þær þrjár vikur sem það tekur frá því að egginu er orpið þangað til unginn klekst úr egginu. Eggið inniheldur öll næringarefni sem unginn þarfnast fyrir utan C- vítamín.
Liturinn á skurninni segir ekki til um næringarefni þar sem hvít og brún egg innihalda sömu næringarefni.
Uppbyggingu eggsins má sjá á myndinni hér til hliðar.
Eggjaskurnin
Skurnin er um það bil 10% af þyngd eggsins og er að langstærstum hluta úr kalsíumkarbónati (CaCO3). Þykktin á skurninni ræðst í aðalatriðum á stærð eggsins, fóðri, tegund og aldri hænunnar.
Skurnin samanstendur af 8 til 17.000 litlum götum sem tryggja að súrefni berist inn í eggið. Skurnin er einnig með húð yst á skurninni til að halda frá bakteríum og ryki.
Eggjahvítan
Hvítan er um það bil 60% af innihaldi eggsins og er um 88% af henni vatn og 12% prótein.
Hvítan hindrar að utanaðkomandi bakteríur komist í rauðuna.
Hvítan inniheldur lítið magn af B2 vítamíni (ríbóflavín) og orsakar það gula litinn á hvítunni. Í nýorpnum eggjum inniheldur hvítan mikið af smáum loftbólum sem gefa hvítunni áferð mjólkur. Því eldri sem eggið er því gegnsærri verður hvítan.
Eggjarauðan
Rauðan er um það bil 40% af innihaldi eggsins og af henni eru um 2/3 fita og 1/3 prótein. Rauðan helst á réttum stað með tveimur hvítustrengjum í sitthvorum endanum.
Litur rauðunnar er breytilegur eftir því hvaða fóður hænurnar fá. Til dæmis verður hún rauðleit ef hænan borðar maís en litur rauðunnar hefur ekkert með næringarinnihald að gera.
Heimild: Structure and composition of eggs
Heimild: The anatomy of a chicken egg