Flestir þekkja það hversu erfitt það getur verið að ná broti af eggjaskurninni upp úr skál af eggjum. En lausnin við þessum vanda er auðveld.
Best er að nota annan helmingin af eggjaskurninni til að ná í litla brotið. Passa þarf að hann sé ekki sprunginn svo við bætum ekki fleiri brotum í skálina.
Þunn eggjaskurnin rennur vel í gegnum hvítuna og hægt er að nota hana til að ná upp litla brotinu.
Önnur góð aðferð er að bleyta á sér fingurna til að ná brotunum upp, vatnið á fingrunum dregur brotið til sín.