Ná skurninni af egginu.

Eggjaskurnin á það til að sitja föst við eggið og erfitt getur verið að fjarlægja hana. Erfiðara er að ná eggjaskurn af nýjum eggjum. Best er að þau séu orðin 3-5 daga gömul.

Ein auðveld aðferð til að ná skurn af eggjum er að taka glas og fylla það af vatni. Setja eggið í glasið og hristið yfir vaskinum í 4-6 sekúndur. Við hristinginn brotnar skurnin og losnar frá egginu svo auðvelt er að fjarlægja hana. .

Einnig er mikilvægt þegar egg eru soðin að þau séu ekki tekin beint úr ísskápnum heldur fái að standa aðeins á borði áður en þau eru soðin. Það er auðveldara að fjarlægja skurn af eggjum sem eru við stofuhita við suðu.

Nesbúegg - Nesbú - ná skurn af egginu - eggjaskurn - egg - skurn - holl - hollusta