Sjá hvort egg er hrátt eða soðið

Það er auðvelt að sjá hvort egg sé hrátt eða soðið.

Leggið eggið á borð eða sléttan flöt. Snúið egginu kröftuglega í hring á borðinu, hreyfingin við að snúa því ætti að vera svipuð og þið væruð að smella fingrum.

Leggið 1 putta á eggið til að stöðva snúninginn og fjarlægið hann um leið og eggið stoppar.

Ef eggið er soðið þá stoppar það og hreyfist ekki meira.

Ef eggið er hrátt þá heldur það áfram að hreyfast. Ástæðan fyrir því er að rauðan og hvítan í egginu eru ennþá á hreyfingu og hreyfa eggið.

Einnig er hægt að fylgjast með hvernig eggið snýst. Ef það snýst í hring og er stöðugt þá er það líklega soðið. Ef eggið er óstöðugt og vaggar mikið þá er líklegt að það sé hrátt. Þungamiðjan í hráa egginu breytist þar sem rauðan og hvítan eru á hreyfingu sem veldur því að það vaggar.