Skilja rauðuna frá hvítunni
Mjög góð leið til að skilja eggjarauður frá eggjahvítum er að notast við plastflösku. Mikill tímasparnaður er við þessa aðferð.
Leiðbeiningar:
- Þrífið plastflöskuna sem nota á til verksins.
- Brjótið eggin í skál.
- Kreistið plastflöskuna saman og haldið henni þannig.
- Leggið stútinn á flöskunni við eggjarauðuna.
- Slakið rólega á takinu á flöskunni þar til rauðan er kominn inn í flöskuna.
- Leggið flöskuna yfir ílátið sem ætlað er eggjarauðunum, hallið henni fram og kreistið.
Auðveld aðferð sem allir eiga að ráða við.