Á Vatnsleysuströnd fer fram stærsti hluti framleiðslunnar. Þar er fyrirtækið með sex hús tengd starfseminni. Í einu húsanna fer fram ungaeldi þar sem ungarnir eru aldir upp að 4 mánaða aldri. Þá eru þeir fluttir í hús sem eru sérstaklega hönnuð fyrir varphænur.
Á Vatnsleysuströndinni eru einnig lausagönguhænur sem þýðir að hænurnar fá að valsa frjálsar um inn í húsunum og hafa hreiður til að verpa í. Nesbúegg hefur verið með egg frá lausagönguhænum á markaði í yfir tíu ár undir nafninu Hamingjuegg.
Skrifstofur fyrirtækisins er einnig á Vatnsleysuströndinni.