Lífræn egg koma frá hænum sem fá lífrænt fóður og hafa aðgang að útisvæði. Í lífrænni framleiðslu mega mest vera 6 fuglar á hvern fermetra inni í stað 9 fugla á hvern fermeter í hefðbundinni framleiðslu. Fuglarnir skulu hafa aðgang að útisvæði þegar veður leyfir en þó aldrei minna en 1/3 líftímans. Fuglar í lífrænni framleiðslu hafa auk þess frjálsan aðgang að rykbaði, hreiðri og setpriki innan dyra.
Lífrænt vottuð framleiðsla fylgir ströngum gæðakröfum og er strangt eftirlit með því að þeim sé fylgt. Lífrænu vottunina þarf að endurnýja árlega. Vottunarstofan Tún ábyrgist vottunina og sér um eftirlit með henni bæði með skipulögðum heimsóknum sem og skyndiheimsóknum þar sem kannað er hvort allt sé samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu.
Helstu þættir vottunarinnar eru:
Nokkrar góðar ástæður til að velja Lífræn egg:
Þú getur treyst lífrænum eggjum frá Nesbúeggjum.