Saga Nesbús

Nesbúegg var stofnað árið 1972 af tveimur frumkvöðlum undir nafninu Nesbú hf. Starfsemin var til að byrja með í bílskúr í Keflavík á meðan unnið var að byggingu húsnæðis fyrirtækisins að Hlöðunesi á Vatnsleysuströnd. Nýja húsið var kallað Jóa hús í höfuðið á honum Jóa sem sá um daglegan rekstur í húsinu og gengur húsið enn þann dag í dag undir því nafni.  Í upphafi var fyrirtækið með 2000 varphænur í nýja húsnæðinu en ekki leið á löngu þar til fyrirtækið var stækkað og annað hús var byggt.

Árið 2002 var starfsemi fyrirtækisins aukin og eggjavinnsla byggð í Vogum við Vatnsleysuströnd og jókst vöruframboð fyrirtækisins mikið við þá viðbót. Með tilkomu vinnslunnar var í fyrsta skipti á Íslandi hægt að bjóða upp á gerilsneydd egg og harðsoðin egg. Þeirri nýbreytni var vel tekið og er Nesbúegg  eina fyrirtækið á landinu sem gerilsneyðir egg.


Í dag er Nesbúegg annað stærsta eggjabú á landinu. Á neytendamarkaði eru í boði fersk egg í skurn, hamingjuegg. lífræn egg, eggjahvítur og gerilsneyddar eggjarauður. Á fyrirtækjamarkað er auk þess boðið upp á eftirtaldar vörutegundir, heil egg í brúsum, bakaraegg, eggjakökumix, eggjahvítur, eggjarauður og soðin egg.  

Nesbúegg - Egg - holl - vítamín - fjölvítamín -