Nesbúegg opnaði eggjavinnslu í Vogum árið 2002 og varð þar með fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að gerilsneyða egg.
Nesbúegg er með nokkra vöruflokka í vinnslunni og eru þeir sérstaklega hugsaðir til að gera bökurum, kokkum og öðrum auðveldara fyrir. Eggjakökumixið til dæmis er tilbúið beint á pönnuna fyrir ljúffenga eggjaköku, eggjahvíturnar í marensinn, eggjarauðurnar í ísinn, heilu eggin í baksturinn og svo má lengi telja.
Í vinnslunni eru egg einnig soðin í fullkominni suðuvél. Á hverjum degi eru soðin hundruð eggja fyrir hin ýmsu fyrirtæki. Mikill vinnusparnaður er fyrir fyrirtæki að fá eggin soðin og tilbúin til neyslu til sín.
Nesbúegg er í dag eina fyrirtækið á landinu sem gerilsneyðir egg.