Nesbúegg er með tvö hús í Miklholtshelli í Flóahreppi. Árið 2015 fór fyrirtækið í miklar framkvæmdir að Miklholtshelli og byggði nýtt hús á staðnum. Húsið er hannað til lífrænnar eggjaframleiðslu.
Með þessari byggingu varð fyrirtækið stærsti framleiðandi lífrænna eggja á landinu og einnig fyrst allra til að bjóða upp á lífræn egg á neytendamarkaði.
Lífrænu hænurnar eru frjálsar og hafa aðgang að stóru útisvæði (4 m2 á fugl). Þær fá eingöngu lífrænt fóður.