Tún Vottun

Tún lógo - lífrænt vottað

Tún ehf er faggild eftirlits- og vottunarstofa fyrir lífræna og sjálfbæra framleiðslu og sjá þau um eftirlit á lífrænni framleiðslu hjá Nesbúeggjum.

Tún er þróunarfélag í þágu almannahagsmuna og vinnur að nýsköpun í matvælaframleiðslu og náttúrunytja í samræmi við alþjóðlega staðla um tillitsemi við lífríki og náttúru.

Vottun er lokaáfangi á misjafnlega löngu ferli sem hefst þegar umsókn um vottun hefur verið send til vottunarstofu. Lífræn vottun er staðfest með vottorði sem tilgreinir nafn þess sem hlýtur vottunina, þær reglur sem vottað er samkvæmt, gildistíma vottunar og umfang hennar. Vottunin veitir handhafa vottorðsins heimild til að nota vottunarmerkið og tilvísun samkvæmt samningi þar um við markaðssetningu vottaðrar framleiðslu.

Sjá betur á heimasíðu túns hér