Nesbúegg hefur ekki verið með egg á markaði með vistvæna vottun. Vistvæn vottun hefur verið marklaus nánast frá því að henni var komið á fót þar sem lítið eftirlit hefur verið með notkun vottunarinnar.
Vottunin hefur verið villandi fyrir neytendur og rugla neytendur oft saman vistvænu og lífrænu en mikill munur er þar á.
Í ágúst 2015 felldi landbúnararráðuneytið vottunina úr gildi þar sem ekkert eftirlit hafi verið með vottuninni og aðilar sem hófu störf eftir að eftirliti með vottuninni var hætt voru með vottunina á sinni vöru.
Nesbúegg hafa verið með Hamingjuegg frá lausagönguhænum á markaði í rúman áratug.