Ruglaður eftirréttur
Ruglaður eftirréttur

Ruglaður eftirréttur

Ruglaður eftirréttur

Innihald

Búðingur

Nammimöndlur

Nammibananar

Karamellusósa

Leiðbeiningar

Búðingur

  1. Skafið úr vanillustönginni og setjið kornin og sjálfa stöngina í pott með mjólk og hrísgrjónum. Hitið yfir meðalháum hita líkt og um grjónagraut væri að ræða og leyfið að malla í 20 til 25 mínútur og hrærið við og við í grautnum.
  2. Blandið saman eggjarauðum, rjóma, 1/4 bolla af sykri og salti. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu út í.
  3. Þegar grjónagrauturinn er tilbúinn er eggjarauðublöndunni bætt út í og suðan látin koma upp. Takið pottinn af hellunni þegar allt súkkulaðið er bráðnað. Takið vanillustöngina úr og hendið henni. Setjið í skálar og skreytið með möndlum, bönunum og karamellusósu.

Nammimöndlur

  1. Setjið sykur og möndlur á pönnu og hitið yfir meðalháum hita.
  2. Hrærið í þessu þegar sykurinn byrjar að bráðna þannig að hann karamelliseri möndlurnar vel.
  3. Setjið á bökunarpappír og leyfið möndlunum aðeins að jafna sig.

Nammibananar

  1. Skerið banana í sneiðar og veltið upp úr sykrinum.
  2. Takið sömu pönnu og möndlurnar voru hitaðar á og setjið bananasneiðarnar á hana.
  3. Hitið yfir meðalháum hita í um 2 mínútur á hvorri hlið. Setjið á bökunarpappír og leyfið að jafna sig.

Karamellusósa

  1. Setjið öll hráefni á sömu pönnu og þið eruð búin að vera að nota og bræðið saman yfir meðalháum hita í um 2 mínútur, eða þar til blandan er fallega brún og farin að þykkna.

 

Uppskrift fengin af síðu blaka.is

 

Fleiri girnilegar uppskriftir í flokknum Meðlæti

  • Saltlakkrís Ís

    Saltlakkrís Ís

  • Toblerone ís með hnetum og banönum

    Toblerone ís með hnetum og banönum

  • Kartöflusalat með eggjum og beikoni

    Kartöflusalat með eggjum og beikoni

    Gott með steikinni