Kálfa Parmigiana
Kálfa Parmigiana

Kálfa Parmigiana

Fyrir c.a 6
  • 1 kíló kálfakjöt (t.d. frá Ekro, fæst frosið í flestum matvöruverslunum)
  • 1 dl hveiti
  • 3 -4 Nesbú egg
  • 3 dl brauðraspur
  • 2 dl rifinn parmesan ostur
  • 15 g fersk basilika
  • 15 g fersk flatblaðasteinselja
  • salt og pipar
  • 3 ferskar mozzarella kúlur (samtals 360 g)
  • ¾ dl ólífuolía
  • 1-2 msk smjör
  • 500 g spaghettí

Pastasósa:

  • 5 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt
  • 2 meðalstórir laukar, saxaðir smátt
  • 2-3 msk ólífuolía
  • 1 dós Hunt’s garlic saxaðir tómatar (411 g)
  • 2 dósir Hunt’s basil, garlic & oregano saxaðir tómatar
  • 3 msk tómatpaste
  • 2 msk balsamedik
  • 1 msk oregano
  • salt og pipar

 

Kjötið er látið þiðna í ísskáp í minnst einn sólarhring (ef það er frosið). Nokkrum tímum áður en kjötið er eldað er það tekið úr ísskáp og látið ná stofuhita.

Pastasósa er útbúin með því að ólífuolía er hituð í potti og laukurinn steiktur í nokkrar mínútur þar til hann verður mjúkur. Þá er hvítlauki bætt út í og steikt í smá stund til viðbótar. Því næst er tómötum, tómatpaste og balsamediki bætt út í ásamt kryddum og sósan látin malla í allavega 20-30 mínútur. Smökkuð til með kryddum.

Ofn hitaður í 180 gráður við undir- og yfirhita. Kjötið er skorið í fremur þunnar sneiðar sem eru snyrtar og barðar þunnar með kjöthamri. Hveiti er sett í skál. Eggin brotin og sett í aðra skál, pískuð létt saman. Í þriðju skálina er blandað vel saman brauðraspi, ca. 2/3 af parmesan ostinum, smátt saxaðri basiliku og flatblaðasteinselju, kryddað með salti og pipar. Kjötsneiðunum er nú velt upp úr hveiti (umfram hveiti bankað af), eggjablöndunni og loks brauðraspinum. Hluti af olíunni og smjörinu er hitað á pönnu og nokkrar kjötsneiðar í einu steiktar á fremur háum hita í um það bil 2-3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Ólífuolíu og smjöri bætt við út á pönnuna við þörfum og þess gætt að fitan sé heit þegar kjötið fer á pönnuna. Kjötsneiðunum er raða á ofnplötu. Dálítið af pastasósu er dreift á hverja kjötsneið (ekki of mikið svo að raspurinn haldist stökkur). Því næst er mozzarella osturinn skorin í sneiðar og raðað yfir kjötsneiðarnar. Að lokum er restinni af parmesan ostinum dreift yfir. Bakað í ofni við 180 gráður í um það bil 10 mínútur. Borið fram með spaghettí og afganginum af pastasósunni. 

 

Fleiri girnilegar uppskriftir í flokknum Aðalréttir

  • Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

    Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

  • Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    5 x 200 grömm
  • Pizza með hakkbotni

    Pizza með hakkbotni

  • Asískar kjötbollur

    Asískar kjötbollur

    ca. 50 litlar kjötbollur
  • Pönnukaka með nautahakki

    Pönnukaka með nautahakki

  • Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

    Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

  • Kjötpizza

    Kjötpizza

    Tilbreyting frá venjulegum Pizzum
  • Kjúklingabaunabuff

    Kjúklingabaunabuff

    u.þ.b 7 stk
  • Innbakað nautahakk

    Innbakað nautahakk

    Ljúffengt!
  • Sænskar kjötbollur

    Sænskar kjötbollur

    15 litlir skammtar
  • Eggjakaka

    Eggjakaka

    Frábær á milli mála
  • Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Gómsætur kjúklingur
  • KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    kfc hvað
  • Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Hollt og gott
  • Blómkáls- og brokkolígratín

    Blómkáls- og brokkolígratín

    Gómsætur og hollur réttur
  • Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

    Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

    Réttur fyrir 3-4
  • Eggja- og beikonmúffur

    Eggja- og beikonmúffur

    12 stk.
  • Hakkpanna með eggjum

    Hakkpanna með eggjum

    Baaara gott