Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum
Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

Réttur fyrir 3-4

Hakk:
500 g nautahakk
1 msk kartöflumjöl
1 Nesbú egg
salt & pipar
1/2 – 1 tsk chili krydd
30 g smjör
2-3 msk soja
1-2 dl rjómi
sósujafnari

Fylling:
180 g beikon, skorið eða klippt í litla bita
1/2 rauðlaukur, saxaður smátt
150 g sveppir, skornir í sneiðar
1 lítið grænt epli eða 1/2 stórt, afhýtt og skorið í litla bita
salt & pipar
1 tsk timjan
2 dl rifinn ostur

Ofninn er hitaður í 200 gráður. Nautahakki, kartöflumjöli, salt, pipar og eggi hrært saman í skál. Hakkið flatt út í ferning á smjörpappír. Gott er að leggja smjörpappír ofan á hakkið og fletja það svo út með kökukefli. Beikon steikt á pönnu þar til það er að verða stökkt, þá er lauknum bætt á pönnuna og steikt í smástund til viðbótar, svo er sveppunum bætt út í. Þetta er steikt í smá stund og í lokin er eplunum bætt við og kryddað. Blöndunni er svo dreift yfir nautahakkið. Rifna ostinum er svo dreift yfir beikonblönduna. Með hjálp smjörpappírsins er hakkinu rúllað upp eins og rúllutertu. Rúllan er færð yfir í eldfast mót.  Smjör brætt í potti og sojasósu blandað saman við smjörið, blöndunni er hellt yfir rúlluna. Hitað í ofni í ca. 35 mínútur við 200 gráður, kannski lengur, fer allt eftir þykkt rúllunnar. Þegar rúllan er elduð í gegn er hún tekin úr eldfasta mótinu og sett undir álpappír. 2-3 dl af vatni er hellt út í eldfasta mótið sem er sett aftur inn í ofninn og hann stilltur á grill. Þegar vökvinn fer að sjóða eftir nokkrar mínútur er honum hellt yfir í pott (ég sigtaði vökvann ofan í pottinn) og 1-2 dl af rjóma hellt út í. Sósan er svo þykkt með sósujafnaraSósan er svo smökkuð til með salti og pipar. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflumús og salati.

 

Uppskrift fengin af Eldhussogur.com

Fleiri girnilegar uppskriftir í flokknum Aðalréttir

  • Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

    Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

  • Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    5 x 200 grömm
  • Kálfa Parmigiana

    Kálfa Parmigiana

    Fyrir c.a 6
  • Pizza með hakkbotni

    Pizza með hakkbotni

  • Asískar kjötbollur

    Asískar kjötbollur

    ca. 50 litlar kjötbollur
  • Pönnukaka með nautahakki

    Pönnukaka með nautahakki

  • Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

    Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

  • Kjötpizza

    Kjötpizza

    Tilbreyting frá venjulegum Pizzum
  • Kjúklingabaunabuff

    Kjúklingabaunabuff

    u.þ.b 7 stk
  • Innbakað nautahakk

    Innbakað nautahakk

    Ljúffengt!
  • Sænskar kjötbollur

    Sænskar kjötbollur

    15 litlir skammtar
  • Eggjakaka

    Eggjakaka

    Frábær á milli mála
  • Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Gómsætur kjúklingur
  • KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    kfc hvað
  • Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Hollt og gott
  • Blómkáls- og brokkolígratín

    Blómkáls- og brokkolígratín

    Gómsætur og hollur réttur
  • Eggja- og beikonmúffur

    Eggja- og beikonmúffur

    12 stk.
  • Hakkpanna með eggjum

    Hakkpanna með eggjum

    Baaara gott