Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu
Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

Mozzarellafylltar kjötbollur í chili-rjómasósu

  • 1 kíló nautahakk
  • 1 Nesbú egg
  • 1/2 – 1 tsk chili flögur eða duft (ég notaði chili explosion)
  • grófmalaður pipar
  • salt
  • 1 poki litlar mozzarellakúlur (120g -12 stykki)
  • smjör eða olía til steikingar
  • 1 box Philadelphia ostur með sweet chili (200 g)
  • 3-4 dl léttmjólk eða rjómi – hægt að nota allt þar á milli, t.d. matreiðslurjóma
  • 1/2 -1 dl sweet chili sósa
  • 1 askja kokteiltómatar
  • fersk basilika (ca. 20 g), söxuð gróft

 

Nautahakkinu er blandað vel saman við kryddin og eggið. Því næst eru mótaðar 12 bollur og gerð djúp hola í hverja þeirra. Einni mozzarellakúlu er stungið ofan í hverja bollu og henni lokað þétt og vel. Því næst eru bollurnar steiktar upp úr smjöri og/eða olíu á pönnu á öllum hliðum þar til þær hafa fengið góða steikingarhúð. Þá er Philadelphia ostinum bætt á pönnuna, hann látinn bráðna ásamt mjólkinni/rjómanum. Þá er sósan bragðbætt með sweet chili sósunni, hrært vel saman. Látið malla undir lokið í ca. 10 mínútur, sósan bragðbætt með pipar og/eða salti ef vill. Því næst er kokteiltómötum bætt út í sósuna og allt látið malla í smástund eða þar til kjötbollurnar eru eldaðar í gegn. Áður en bollurnar eru bornar fram er ferskri basiliku dreift yfir. Borið fram með hrísgrjónum.

 

Uppskrift fengin af eldhússögur.com

Fleiri girnilegar uppskriftir í flokknum Aðalréttir

  • Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    Lambaborgarar með fetaosta- og avókadósósu

    5 x 200 grömm
  • Kálfa Parmigiana

    Kálfa Parmigiana

    Fyrir c.a 6
  • Pizza með hakkbotni

    Pizza með hakkbotni

  • Asískar kjötbollur

    Asískar kjötbollur

    ca. 50 litlar kjötbollur
  • Pönnukaka með nautahakki

    Pönnukaka með nautahakki

  • Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

    Kjúklingur með ostasnakki, sætum kartöflufrönskum og kryddjurtasósu með hvítlauk

  • Kjötpizza

    Kjötpizza

    Tilbreyting frá venjulegum Pizzum
  • Kjúklingabaunabuff

    Kjúklingabaunabuff

    u.þ.b 7 stk
  • Innbakað nautahakk

    Innbakað nautahakk

    Ljúffengt!
  • Sænskar kjötbollur

    Sænskar kjötbollur

    15 litlir skammtar
  • Eggjakaka

    Eggjakaka

    Frábær á milli mála
  • Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Parmesan og kryddjurtakjuklingur

    Gómsætur kjúklingur
  • KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    KFC kjúklingur með sinnepsjógurtsósu

    kfc hvað
  • Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Laxabuff með ferskum kryddjurtum, kúskúsi og avókadó - chilisósu

    Hollt og gott
  • Blómkáls- og brokkolígratín

    Blómkáls- og brokkolígratín

    Gómsætur og hollur réttur
  • Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

    Nautahakksrúlla með beikoni, sveppum og eplum

    Réttur fyrir 3-4
  • Eggja- og beikonmúffur

    Eggja- og beikonmúffur

    12 stk.
  • Hakkpanna með eggjum

    Hakkpanna með eggjum

    Baaara gott