Nautahakkinu er blandað vel saman við kryddin og eggið. Því næst eru mótaðar 12 bollur og gerð djúp hola í hverja þeirra. Einni mozzarellakúlu er stungið ofan í hverja bollu og henni lokað þétt og vel. Því næst eru bollurnar steiktar upp úr smjöri og/eða olíu á pönnu á öllum hliðum þar til þær hafa fengið góða steikingarhúð. Þá er Philadelphia ostinum bætt á pönnuna, hann látinn bráðna ásamt mjólkinni/rjómanum. Þá er sósan bragðbætt með sweet chili sósunni, hrært vel saman. Látið malla undir lokið í ca. 10 mínútur, sósan bragðbætt með pipar og/eða salti ef vill. Því næst er kokteiltómötum bætt út í sósuna og allt látið malla í smástund eða þar til kjötbollurnar eru eldaðar í gegn. Áður en bollurnar eru bornar fram er ferskri basiliku dreift yfir. Borið fram með hrísgrjónum.
Uppskrift fengin af eldhússögur.com