Bananabrauð með ristuðum pekahnetum og kókos
Bananabrauð með ristuðum pekahnetum og kókos

Bananabrauð með ristuðum pekahnetum og kókos

Bananabrauð

380 gr. (3 b) hveiti
1,5 tsk matarsódi
3/4 tsk kanill
3/4 tsk salt
1,8 dl (3/4 b) matarolía
300 gr. (1,5 b) sykur
3 egg, slegin í sundur
1 tsk vanilludropar
3,75 dl (1,5 b) vel þroskaðir, stappaðir bananar (3 – 4 stappaðir bananar að minni reynslu).
1,8 dl (3/4 b) sýrður rjómi
3,75 dl. (1,5 b) pekanhnetur, skornar gróft og ristaðar (sjá aths neðst)
1,8 dl (3/4 b) kókosmjöl

Stillið ofninn á 175 gr. c.

Smyrjið brauðform. Sigtið saman hveiti, matarsdóa, kanil og salt. Leggið til hliðar.

Hrærið saman (með handþeytara eða í hrærivél) olíuna og sykurinn. Bætið við eggjunum og vanilludropunum og hrærið vel. Bætið við bönunum og sýrða rjómanum og hrærið vel. Bætið við þurrefnunum og hrærið stuttleg, rétt svo að allt sé blandað saman (ath: ekki hræra of mikið!) Blandið ristuðum pekanhnetum og kókosmjöli saman við, helst með sleif. Hellið í brauðformið. Bakið í 60 – 70 mínútur eða þangað til pinni kemur nokkurn veginn hreinn upp.

Ath: til að rista pekanhneturnar eru þær settar á bökunarplötu klædda með pappír inn í 175 gr. heitan ofn í ca. 15 mínútur eða þar til þær eru farnar að ilma. (e. fragrant)

 Uppskrift fengin af heimasíðu Eldhússystra

Fleiri girnilegar uppskriftir í flokknum Brauð

  • Dásamlegt hvítlauksbrauð sem bráðnar í munni

    Dásamlegt hvítlauksbrauð sem bráðnar í munni

  • Bananabrauð - dýrari týpan

    Bananabrauð - dýrari týpan

  • Bestu kanilsnúðar í heimi

    Bestu kanilsnúðar í heimi

  • Skonsur

    Skonsur

    Bara gott
  • Kryddjurtabrauð með parmesan og ólífum

    Kryddjurtabrauð með parmesan og ólífum

    1 brauð
  • Döðlubrauð

    Döðlubrauð

    1 brauð
  • Frábær brauðréttur

    Frábær brauðréttur

    meðalstórt eldfast mót