ca. 12-14 brauðsneiðar skornar í teninga (mesta skorpan skorin frá)
Ofan á brauðréttinn:
ca. 2-4 Nesbú eggjahvítur, 65-130 g (fer eftir stærð formsins)
3 msk majónes
hnífsoddur karrí
hnífsoddur cayanne pipar
Ofn hitaður í 200 gráður. Brauðteningunum er dreift í smurt eldfast mót. Gott er að bleyta aðeins upp í því með aspassafanum
Majónesi, sýrðum rjóma, skinku, aspas, sveppum og hvítlauki er hrært saman
Kryddað með cayanne pipar, karrí, salti og pipar. Gott er að byrja með minna en meira af karrí og cayanne pipar og smakka sig svo áfram. Blöndunni er svo dreift yfir brauðið
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Því næst er majónesi og örlítið af cayanne pipar og karrí hrært varlega saman við og blöndunni smurt yfir brauðréttinn
Hitað í ofni í ca. 25-30 mínútur.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com