375 g hveiti
7 tsk lyftiduft
2 tsk salt
2 msk sykur
600 ml mjólk
2 egg
85 g smjör, brætt
Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri í stórri skál. Blandið mjólk, eggjum og smjöri út í og hrærið vel saman.
Mér finnst eina vitið að nota teflon-pönnu og hita hana í vel rúmlega meðalhita. Hellið ca. 1/4 bolla (eða að vild) af deigi fyrir hverja pönnuköku. Steikið þar til fer að “búbbla” öðru megin og snúið þá við og steikið hinum megin.
Uppskrift fengin af síðu eldhussystra