Hitið ofninn í 180°C og klæðið ofnplötur með bökunarpappír.
Blandið hveiti, lyftidufti, salti, matarsóda og múskati saman og setjið skálina til hliðar.
Blandið smjöri og sykri vel saman. Bætið því næst eggjunum við og vanilludropum.
Blandið helmingnum af bönununum við smjörblönduna og síðan helmingnum af þurrefnablöndunni. Endurtakið þar til allt er vel blandað saman. Hrærið pekanhnetunum varlega saman við með sleif.
Búið til kúlur úr deiginu og setjið á ofnplöturnar. Bakið í tíu mínútur og njótið.