Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hringlaga form. Ég vil hafa mína kladdköku þunna og smurði því form í stærri kantinum.
Bræðið smjörið og Mars-ið saman í potti eða örbylgjuofni. Ef þið notið örbylgjuofn megið þið bara hita blönduna í 30 sekúndur í senn - annars getur súkkulaðið brunnið við. Ef þið notið pott hafið þá hitann lágan.
Blandið öllum hinum hráefnunum saman við smjörblönduna og skellið herlegheitunum í formið.
Bakið í 30 mínútur og leyfið kökunni að kólna í forminu. Dóttir mín vildi endilega skreyta þessa og því fékk hún að gera það með litlum sykurpúðum sem fást í Söstrene Grene.