Hitið ofninn í 180°C og læðið ofnplötur með smjörpappír.
Þeytið smjör og púðursykur vel saman.
Bætið eggi, sírópi og vanilludropum út í og hrærið vel saman við.
Bætið því næst haframjöli, hveiti, múskati, kanil, salti og matarsóda saman við og hrærið þar til allt er blandað saman.
Bætið eplunum út í með sleif eða sleikju - eða bara með höndunum.
Búið til eins stórar eða litlar kökur og þið viljið og raðið á ofnplöturnar. Bilið á milli þeirra þarf ekki að vera langt þar sem þær breiða ekkert úr sér.
Bakið í 12-15 mínútur og leyfið kökunum síðan að kólna alveg.
Krem
Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og bætið síðan flórsykri út í.
Bætið vanilludropum, salti og Jell-o saman við og hrærið vel.
Setjið krem á annan helming af kökunum og þrýstið síðan hinum helmingnum ofan á.