Uppskrift
Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Anansinn skorinn í minni bita og settur í sigti þannig að safinn renni af, ananassafanum haldið til haga. Egg og sykur hrært þar til létt og ljóst. Þá er lyftidufti, vanillusykri og hveiti bætt út í og hrært. Að lokum er smjöri, mjólk og ananassafa bætt út í og hrært saman þar deigið verður slétt. Form (ca. 25×38 cm ) smurt að innan og deginu hellt í formið. Ananasbitarnir eru kreistir létt þannig að mesti safinn renni úr þeim og þeim stungið ofan í deigið með jöfnu millibili. Bakað í ofni í 20-25 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Kökunni leyft að kólna dálítið í forminu og flórsykri dreift yfir kökuna áður en hún er borin fram.
Uppskirft fengin af eldhússögur.com