Byrjum á að búa til bananabúðing. Setjið 2 þroskaða banana, 1/3 bolla af rjóma og 1/4 bolla af mjólk í blandara og blandið vel saman.
Bætið því næst sykri, maizena, salti, eggjarauðum og vanilludropum saman við og blandið vel saman.
Hellið blöndunni í meðalstóran pott og þrífið blandarann.
Leggið matarlímsblöðin í bleyti í köldu vatni í nokkrar mínútur.
Hitið bananablönduna yfir meðalhita og hrærið stanslaust í henni. Leyfið blöndunni að sjóða í nokkrar mínútur og alls ekki hætta að hræra. Setjið blönduna aftur í blandarann ásamt matarlíminu, smjörinu og matarlitnum. Blandið vel.
Setjið blönduna í ílát sem þolir hita og kælið í um klukkutíma í ísskáp.
Þeytið rjómann og flórsykurinn og bætið síðan kaldri bananablöndunni saman við. Hrærið varlega saman.
Botninn
Hitið ofninn í 180°C. Myljið kexkökurnar í matvinnsluvél og blandið saltinu og smjörinu saman við.
Þrýstið blöndunni í form og bakið í um 10-15 mínútur.
Kælið botninn alveg og hellið síðan helmingnum af bananablöndunni yfir hann.
Skerið banana í sneiðar og raðið ofan á blönduna og hellið síðan hinum helmingnum af blöndunni yfir. Berið fram strax en þessi kaka geymist bara í ísskáp í einn dag. P.s. Ég bjó til litlar, sætar bökur fyrir hvern og einn því ég var nýbúin að kaupa mér form í Tiger á skid og ingenting.