Setjið 4 jarðarber í matvinnsluvél og tætið þau þar til þið fáið mauk með stórum bitum í (um það bil 1/3 bolli). Setjið þetta til hliðar.
Setjið 8 jarðarber í matvinnsluvél og tætið þau þar til þið fáið mauk með engum stórum bitum í (um það bil 1/2 bolli + 2 matskeiðar). Setjið þetta til hliðar.
Bræðið smjör í örbylgjuofni og blandið sykri saman við.
Blandið eggi, sýrðum rjóma, mjólk, vanilludropum og 1/2 bolla af jarðarberjamauki með engum stórum bitum í saman við smjörblönduna.
Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í annarri skál.
Blandið eggjablöndunni varlega saman við þurrefnablönduna. Blandið því næst jarðarberjamaukinu með stóru bitunum í og sítrónuberkinum varlega saman við.
Deilið deiginu á milli 12 múffuforma og bakið í um 20 mínútur. Leyfið kökunum alveg að kólna áður en fyllingin er sett í.
Fylling og krem
Blandið smjöri og flórsykri vel saman.
Blandið síðan vanilludropum saman við og rjómaosti.
Búið til fyllingu með því að blanda saman 2 matskeiðum af kremi og 2 matskeiðum af jarðarberjamauki sem varð afgangs þegar bollakökurnar voru búnar til.
Skerið holu í miðjuna á hverri bollaköku og setjið fyllingu ofan í holuna. Lokið henni með því sem þið skáruð úr.