Dumlerjómi með hindberjum:
Marengs:
Dumle snacks krem:
Dumlerjómi: Rjómi hitaður í potti og þegar hann er kominn nálægt suðu er karamellunum bætt út rjómann og hrært þar til þær hafa bráðnað. Gæta þarf þess að rjóminn sjóði ekki. Rjómablöndunni er því næst hellt í skál og sett í kæli þar til blandan er orðin alveg köld, í minnst 3-4 tíma, best er að geyma hana í kælinum yfir nóttu. Þegar rjómablandan er orðin alveg köld er hún stífþeytt og þá er hindberjunum blandað varlega saman við með sleikju.
Marengs: Ofn hitaður í 120 gráður við blástur. Eggjahvítur, lyftiduft og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er kornflexi bætt varlega út í með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hann settur á sitt hvorn hringinn. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Að lokum er marengsinn bakaður við 120°C, blástur í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum. Þegar marengsinn er orðinn kaldur er Dumlerjóminn með hindberjunum settur á milli botnanna og og Dumle snacks kremið sett ofan á.
Dumle Snacks krem: Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman. Dumle snacks og súkkulaði er sett í pott ásamt 3-4 msk af rjóma eða mjólk og brætt við meðalhita, hrært í blöndunni á meðan. Súkkulaðiblöndunni er því næst blandað út í eggjakremið og kreminu svo leyft að standa í smá stund (jafnvel í ísskáp) þar til það stífnar hæfilega. Kreminu er því næst dreift yfir marengstertuna. Skreytt með berjum, t.d. hindberjum og/eða jarðaberjum ásamt nokkrum niðursöxuðum Dumle snacks molum.