Hitið ofninn í 160°C og takið til tvö hringlótt form, ca 18 sentímetra að stærð. Smyrjið þau vel.
Þeytið smjör og sykur saman í 5-10 mínútur þar til blandan er létt og ljós.
Blandið restinni af hráefnunum saman við og hrærið þar til allt er blandað saman.
Deilið deiginu á milli formanna. Deigið er frekar stíft þannig að það er smá mál að koma því í formin. Bakið í klukkutíma og leyfið að kólna alveg áður en kakan er skreytt.
Kremið
Þeytið kremið í 5-6 mínútur og bætið síðan restinni af hráefnunum saman við.
Skreytið kökuna að vild - notið fullt af skrauti, fullt af gleði og fullt af matarlit!