Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kleinuhringjamótin vel.
Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti vel saman í skál og setjið til hliðar.
Blandið smjöri og sykri vel saman. Bætið egginu við og hrærið vel. Því næst er vanilludropunum blandað saman við.
Skiptist á að blanda þurrefnum og mjólk saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman.
Saxið jarðarberin smátt og blandið þeim varlega saman við.
Setjið deigið í mótin. Mér finnst best að setja deigið í lítinn plastpoka, klippa einn endann af og sprauta deiginu í formin til að það sullist ekki allt út um allt. Bakið í 10 til 12 mínútur.
Glassúr
Hitið rjóma og síróp yfir meðalháum hita þar til blandan fer að sjóða. Leyfið henni að sjóða í 2 mínútur og takið þá af hellunni.
Setjið súkkulaðið ofan í og leyfið þessu að standa í 5 mínútur.