Þeytið eggjahvítur þar til þær freyða. Hellið síðan sykri saman við í einni bunu og þeytið í 15-20 mínútur.
Setjið kornfleks í aðra skál og kremjið létt með fingrunum. Blandið lyftidufti saman við kornfleksið.
Blandið þá kornfleksinu varlega saman við marensinn með sleikju.
Búið til 2 hringi úr blöndunni á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið við 150 gráður í 50 mínútur. Slökkvið á ofninum, opnið hann aðeins og leyfið botnunum að kólna inni í ofni.
Lakkrísrjómi
Þeytið rjómann aðeins, blandið duftinu saman við og stífþeytið svo rjómann.
Smyrjið rjómanum á annan marensbotninn og setjið hinn ofan á.