Hitið ofninn í 170°C og smyrjið 23 sentímetra langt form. Setjið einnig smjörpappír í það og leyfið honum að ná upp á hliðunum svo auðvelt sé að ná brúnkunni úr forminu.
Skerið niður 90 grömm af Mars-inu og bræðið saman við smjörið, dökka súkkulaðið og suðusúkkulaðið yfir lágum hita. Takið af hellunni og leyfið að kólna aðeins.
Hellið Mars-blöndunni í skál og bætið sykri, hveiti, kakó og lyftidufti saman við.
Hrærið eggjunum saman við þar til allt er vel blandað saman.
Skerið restina af Mars-inu í litla bita og blandið saman við deigið.
Skellið deiginu formið og bakið í 30 mínútur.
Takið kökuna út og hellið sykurpúðunum yfir hana. Bakið í 5 mínútur í viðbót eða þar til sykurpúðarnir hafa brúnast.