
Ofninn er stilltur á 200 gráður við undir- og yfirhita. Fjögur souffle-form eru smurð með smjöri. Eggin eru aðskilin og eggjahvítan stífþeytt og látin bíða í ísskáp. Smjörið er brætt í potti á meðan eggjarauðurnar og sykurinn er þeytt saman. Því næst er mjólkinni, rjómanum og brædda smjörinu bætt út í eggjarauðurnar og sykurinn. Þá er hveitið og lyftiduftið sigtað og bætt út í. Að lokum er blöndunni blandað varlega saman við þeyttu eggjahvíturnar með sleikju. Deiginu er skipt í souffle-formin fjögur og þau bökuð fremur neðarlega í ofni við 200 gráður (undir- og yfirhita) í 15 mínútur. Borið strax fram með þeyttum rjóma og sultu.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com