200 g smjör
200 g suðusúkkulaði
4 egg
2 dl sykur
2 dl hveiti
Daimrjómi:
3 dl rjómi
1/2 – 1 msk kakó
1 1/2 msk flórsykur
1 tsk vanillusykur
2 tvöfaldar pakkningar af Daim (56 g stk), samtals ca. 110 g
Ofn hitaður í 200 gráður undir/yfirhita. Smelluform (ca 24 cm) smurt að innan. Smjörið og súkkulaðið brætt varlega saman í potti. Egg og sykur þeytt þar til létt og ljóst. Þá er súkkulaðiblöndunni bætt út í. Að lokum er hveitinu bætt út í. Deiginu hellt í kökuformið og kakan bökuð við 200 gráður í ca 18-20 mínútur. Kakan er þá kæld og gott er að láta hana svo standa í kæli í nokkra tíma áður en rjóminn er settur á og kakan borin fram
Daimrjómi: Rjóminn er þeyttur ásamt kakói, vanillusykri og flórsykri sem hefur verið sigtað út í. Þá er Daimsúkkulaðið saxað og bætt út í þeytta rjómann með sleikju (það er gott að skilja smá eftir til að skreyta með) og Daimrjómanum því næst dreift yfir kökuna.
Uppskrift fengin af Eldhussogur.com