Blandið Coca Cola og súrmjólk saman í skál og setjið til hliðar.
Blandið smjöri og sykri vel saman. Bætið eggjunum og vanilludropunum úti og hrærið vel.
Blandið hveiti, kakói og matarsóda vel saman og blandið við smjörblönduna til skiptis við kókblönduna þar til allt er vel blandað saman.
Skiptið deiginu á milli möffinsforma og bakið í 30 til 30 mínútur.
Krem
Saxið Mars-ið niður í bita og setjið í skál. Hitið rjómann í örbylgjuofni í um eina mínútu og hellið síðan yfir Mars-ið. Leyfið þessu að standa í 2 til 3 mínútur og hrærið síðan þar til allt er bráðnað. Núggatið í Mars-inu getur verið smá hausverkur en það þarf ekki allt að bráðna saman við.
Blandið flórsykri og smjöri vel saman. Byrjið á því að nota bara þrjá bolla af flórsykri.
Hellið Mars-sósunni saman við og hrærið vel. Ef kremið er of þunnt skulið þið bæta meiri flórsykri við. Skreytið kökurnar og njótið.