Ofn hitaður í 175 gráður við undir/yfirhita. Egg og sykur hrært þar til létt og ljóst. Smátt og smátt er hveiti og lyftidufti bætt út í og í lokin heita vatninu. Deiginu hellt í smurt smelluform (24 cm). Kakan bökuð neðarlega í ofninum við 175 gráður í 35-40 mínútur.
Karamellukrem:
Öll hráefnin, fyrir utan smjörið, sett í pott. Hrært í blöndunni og suðan látin koma upp. Blandan látin malla þar til að hún þykknar, tekur ca. 10 mínútur, gott að hræra í svolítið á meðan. Þá er potturinn tekin af hellunni og smjörinu bætt út í. Hrært þar til allt hefur blandast vel saman.
Sjö holur gerðar með skafti á skeið í heita kökuna þegar hún kemur úr ofninum (ca. 2 cm í ummál) og heitu kreminu hellt yfir kökuna þannig að holurnar fyllast. Kökunni leyft að kólna um stund og kremið stífna áður en kakan er borin fram.
Uppskrift fengin af eldhússögur.com