Hitið ofninn í 175°C og takið til form sem er ca 20 sentímetra stórt. Smyrjið það með smjöri eða olíu.
Blandið smjöri, olíu og eggjum vel saman í 1-2 mínútur. Bætið eggjunum og vanilludropum saman við þar til blandan er orðin mjög ljós.
Blandið síðan hveiti, kakói og salti saman við þar til allt er blandað saman. Munið að þeyta ekki of lengi.
Hellið deiginu í form og bakið í 20-25 mínútur. Þessi kaka á að vera frekar blaut.
Saltkaramella
Setjið sykur í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í sykrinum, en fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljósbrúna blöndu.
Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjörinu út í og hrærið áfram stanslaust. Passið ykkur því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjörið snertir sykurinn. Hrærið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn.
Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrærið en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um 1 mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust.
Takið pottinn af hellunni og blandið saltinu saman við. Hellið blöndunni í aðra skál og leyfið henni að kólna í 10-15 mínútur áður en þið hellið henni yfir kökuna. Skreytið með nokkrum saltflögum ef þið viljið.
Kælið kökuna í ísskáp í um klukkustund áður en hún er borin fram til að leyfa karamellunni að storkna. Njótið!