Hitið ofninn í 175°C og takið til form sem er sirka 18 sentímetra stórt. Setjið smjörpappír í botninn og smyrjið svo hliðarnar á forminu með olíu eða smjöri.
Maukið bananana og blandið þeim saman við eggin. Blandið síðan vanilludropum, jógúrti og hunangi saman við.
Blandið síðan restinni af hráefnunum saman við þar til allt er blandað saman en ekki hræra of lengi.
Skellið deiginu í form og bakið í sirka 25 mínútur á blæstri. Leyfið kökunni að kólna áður en kremið er sett á.
Kremið
Blandið öllum hráefnunum vel saman, nema flögunum, og smakkið kremið til. Hellið því ofan á kökuna og skreytið með kókosflögum. Hér væri líka tilvalið að skreyta með ferskum berjum. Verði ykkur innilega að góðu!